Græna iðnbyltingin - Samtök iðnaðarins

Sjálfbærni á mannamáli 🍃 - A podcast by Sjálfbærni á mannamáli

Categories:

Árið 2022 er ár grænnar iðnbyltingar hjá Samtökum iðnaðarins. Lárus Ólafsson, viðskiptastjóri á sviði orku- og umhverfismála, fjallar um spennandi tæknilausnir framundan svo sem kolefnislaus skaut í álframleiðslu, framleiðslu á vetnis- og rafeldsneyti, grænum áburði og margt fleira. Við ræðum jafnframt um hvata í nýsköpunarumhverfi á Íslandi og hvernig stjórnvöld geta betur stutt við nýsköpun í loftslagsmálum.