Auður Haralds og nýja bókin og þjóðhátíðarmatarspjall

Mannlegi þátturinn - A podcast by RÚV - Tuesdays

Categories:

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins var með okkur í dag, þar sem það er ekki þáttur á morgun, 17.júní. Því var föstudagsgestur þáttarins á þessum fimmtudegi engin önnur en Auður Haralds rithöfundur. Hún var að senda frá sér nýja bók, fyrstu bókina í talsvert langan tíma, Hvað er drottinn að drolla, heitir hún. Hlustendur muna án efa eftir bókum hennar, til dæmis Hvunndagshetjan, sem bar undirtitilinn Þrjár öruggar aðferðir til að eignast óskilgetin börn, Læknamafían, bækurnar um Elías og Baneitrað samband á Njálsgötunni. Ískrandi fyndnar bækur með mikilli írónískri ádeilu. En við ræddum við Auði um lífið og tilveruna og ferðalagið í gegnum lífið til dagsins í dag og svo auðvitað nýju bókina. Í matarspjalli dagsins heyrðum við í Sigurlaugu Margréti, sem er einu sinni sem oftar á faraldsfæti norður í landi. Við veltum því fyrir okkur hvað væri þjóðhátíðarmatur og svo sagði hún frá matreiðslubókinni Lambakjöt, sem hún fann á ferðum sínum fyrir norðan. Bókin er frá 1981 og er í þýðingu Sigrúnar Davíðsdóttur. Tónlist í þætti dagsins: Rainbow Connection / Willie Nelson (Paul Williams og Kenneth Ascher) Galileo / Declan O?Rourke Dream a Little Dream of Me / Doris Day UMSJÓN: GUNNAR HANSSON