Lífið er núna, Þórsmerkurganga og næring aldraðra

Mannlegi þátturinn - A podcast by RÚV - Tuesdays

Categories:

Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur, stendur fyrir fjáröflunarátakinu Hver perla hefur sína sögu, þar sem þau selja ný perluarmbönd merkt Lífið er núna til stuðnings félaginu. Í átakinu í ár leggja þau áherslur á persónulegar sögur félagsmanna sem hafa greinst með krabbamein og aðstandendur. Við fengum Lailu Sæunni Pétursdóttur, markaðs- og kynningarfulltrúa Krafts, Róbert Jóhannsson sem greindist með ristilkrabbamein og Valdimar Högna Róbertsson, 9 ára son hans. Þeir sögðu okkur sögu sína og þýðingu armbandsins fyrir þá og Laila sagði frá átakinu í heild. Við forvitnuðumst um gönguferð í Þórsmörk um Hvítasunnuhelgina. Það er styrktarfélagið Göngum saman sem í samvinnu við Volcano Trails, stendur fyrir gönguferðum og ýmiss konar afþreyingu. Um er að ræða fjáröflunarviðburð fyrir styrktarsjóð Göngum saman, sem styrkir grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini á Íslandi. Gunnhildur Óskarsdóttir, formaður Göngum saman, kom í þáttinn og sagði frá. Svo kom til okkar Berglind Soffía Blöndal, doktorsnemi við HÍ í næringarfræði, en hún sérhæfir sig í næringu aldraðra. Hún gerði rannsókn í meistaranámi sínu þar sem kom í ljós að há prósenta aldraðra sem leggjast inn á Landspítala Háskólasjúkrahús eru vannærðir við innlögn. Ástand þeirra versnar svo í sjúkrahúslegunni og áfram eftir að heim er komið. Nú vinnur hún að doktorsrannsókn sem heitir HomeFood, sem gengur út á að veita næringarmeðferð og ókeypis orku- og próteinbættan mat í hálft ár eftir útskrift af spítalanum til þess að reyna að bæta næringarástand þeirra. Berglind sagði frá þessu í þættinum. Tónlist í þætti dagsins: Allur lurkum laminn e. Hilmar Oddsson í flutningi Bjarna Arasonar 39 - Queen Precious time - Van Morrison Blueberry Hill - Fats Domino UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR