Tónlistin og ÍA

Í öðrum þætti Skagahraðlestarinnar er umfjöllunarefnið tónlist. Fyrir þáttinn hafði ritstjórn þáttarins valið fjögur bestu stuðningsmannalög ÍA. Voru aðilar nátengdir lögunum boðaðir í hljóðver og beðnir um að segja frá tilurð laganna: Sigurður Guðmundsson (Skagamenn skora mörkin), Gísli Gíslason (Gulir og Glaðir), Pétur Óðinsson (Gula Skagahraðlestin) og Flosi Einarsson (Þetta lag er ÍA).  Í lok þáttar komu þrír leikmenn ÍA í viðtal, þeir Arnar Már Guðjónsson, Hallur Flosason og Viktor Jónsson. Þeir fengu m.a. það vandasama verkefni að útnefna besta stuðningsmannalag ÍA, en einnig voru verkefni Halls og Viktors á tónlistarsviðinu til umræðu. 

Om Podcasten

Skagahraðlestin er hlaðvarpsþáttur framleiddur af stuðningsmönnum ÍA í knattspyrnu. Um borð í Skagahraðlestina munu koma ýmsir viðmælendur sem tengjast félaginu á einn eða annan hátt. Þátturinn hefur það að markmiði að allir geta haft gaman af, hvort sem fólk fylgist með knattspyrnu eður ei. Lítið verður rætt um nýaflokna leiki eða taktísk atriði en því meira um eftirminnileg atvik úr sögu félagsins og annað skemmtilegt sem tengist því. Vertu velkominn um borð kæri hlustandi! Umsjónarmaður: Björn Þór Björnsson Tæknimál: Snorri Kristleifsson