#2. Heilsa, mataræði og eldamennska með lækninum í eldhúsinu
360 Heilsa - A podcast by Rafn Franklin Johnson
Ragnar Freyr Ingvarsson er gesturinn í þessum þætti. Ragnar er betur þekktur af mörgum sem Læknirinn í eldhúsinu. Hann er sérfræðingur í gigtarlækningum og starfar við það á daginn en hefur á sama tíma gríðarlega ástríðu fyrir eldamennsku. Hann hefur gefið út 3 frábærar uppskriftarbækur, haldið fyrirlestra um mataræði og síðan er hann einnig með blogg á netinu þar sem hann heldur utan um ævintýrin í eldhúsinu. Við Ragnar spjölluðum um ýmis mál tengd heilsu, mataræði og eldamennsku.