#85 - Ási & Sara Davíðs
Betri helmingurinn með Ása - A podcast by Ási
Categories:
Góðan dag kæru hlustendur og gleðilegan 2.í aðventu! Þáttur vikunnar verður með aðeins öðruvísi sniði en vegna fjölda áskorana náði ég loksins að plata minn betri helming, einkaþjálfarann og flugfreyjuna Söru Davíðsdóttur í stórskemmtilegt spjall. Við Sara höfum yfirleitt nóg um að spjalla og fórum við um víðan völl þessa kvöldstund en ræddum við meðal annars fyrirtækið hennar ZONE, hvernig það varð til og mikilvægi þess að vera samkvæmur sjálfum sér, hennar aðkomu að upphafi þessa podcasts, ástríður, stjúpmóðurhlutverkið, trúlofunina í París og margt fleira ásamt því að fara yfir margar skemmtilegar sögur úr okkar sambandstíð, meðal annars þegar ég hræddist um líf mitt í Chicago síðastliðið sumar.Þátturinn er í boði:Gott gisk - https://www.gottgisk.is/Bestseller.is - https://bestseller.is/Dominos - https://www.dominos.is/Smitten - https://smittendating.com/