Bath

Borgarmyndir - A podcast by RÚV

Categories:

Forarsvað svína og holdsveiks prins varð með tímanum nyrsti angi rómverskrar baðmenningar og síðar hápunktur Georgískrar byggingarlistar. Borgin Bath hefur í nær 3000 ár mótast af einu náttúrulegu heitu ölkeldu Bretlands og þannig öðlast sérstöðu á heimsvísu sem heilsulind með lækningarmátt. Í þættinum er fjallað um forsögu borgarinnar og þróun auk þess sem rætt er við íbúa um hina ýmsu hliðar tilverunnar í hunangsgulu umhverfi þeirra. Umsjónarmaður er Svavar Jónatansson