Granada

Borgarmyndir - A podcast by RÚV

Categories:

Borgin Granada í Andalúsíuhéraði suður Spánar hefur um margra alda skeið búið yfir draumkenndum blæ. Sem fyrrum valdastóll Mára á Spáni öðlaðist borgin einstaka byggingarlist frá einu þróaðasta menningarveldi mannkynssögunnar ásamt andrúmslofti sem enn er til staðar. Í skjóli Sierra Nevada fjallanna nýtur Granada sérstöðu fortíðar Alhambra hallarinnar, vöggu Flamenco listar, en sömuleiðis veruleika samtíma, skaddaður af langvarandi efnahagskreppu. Í þættinum er fjallað um fortíð og samtíð, rætt við heimamenn, gesti og nemendur Flamenco skóla í hlíðum hins fræga Sacramonte hverfis. Umsjónarmaður er Svavar Jónatansson