#12 Atli Fannar Bjarkason

Börkurinn - A podcast by Ásgeir B. Ásgeirsson

Categories:

Fyrstu kynni mín af Atla Fannari var í gegnum pönk rokk hljómsveitina Hölt Hóra. Hann byrjaði þó snemma að grúska í fjölmiðlageiranum. Fyrst sem penni hjá héraðsfréttablaði, svo varð hann ritstjóri Monitor og seinna meir stofnandi og eigandi vefmiðilsins Nútímans. Töluðum um Höltu Hóruna, hvar áhuginn á fréttamennsku byrjaði, málefnaleg og ómálefnaleg tíst, pólítík, geðveikina sem fylgir því að stofna fyrirtæki, heilsu / hreyfingu og margt margt fleirra. Stórskemmtilegur, málgóður ( bjó til þetta orð ) og áhugaverður gaur sem hefur gert allan andskotan! Forréttindi að fá að spjalla við Atla og skyggnast inn í heim fjölmiðlamanns. Atli Fannar Bjarkason er næsti gestur minn í Börkurinn Hlaðvarp.