Guðmundur Benediktsson
Draumaliðið - A podcast by Jói Skúli

Gummi Ben er goðsögn hjá allri íslensku þjóðinni hvort sem er sem lýsari eða knattspyrnumaður. Hann var talinn einn efnilegasti leikmaður Evrópu á sínum tíma en varð að láta sér nægja að vera bara bestur á Íslandi en ekki bestur í heimi. Gummi spilaði með allflestum af bestu leikmönnum landsins og því var vandasamt verk að velja en hann mætti í stúdíóið með rifna blaðsíðu úr stílabók sem innihélt 67 nöfn. Góða skemmtun, allt saman í boði Session Craft Bar og Lengjunnar