Kári Árnason
Draumaliðið - A podcast by Jói Skúli

Kári Árnason teikaði gullkynslóðina tæplega þrítugur eftir slitróttan landsliðsferil og hefur átt stóran þátt í mesta blómaskeiði íslenska landsliðsins. Kári hefur þess utan átt virkilega skemmtilegan feril í atvinnumennsku þar sem hann hefur spilað í Skandinavíu, Skotlandi, ensku neðri deildunum, Kýpur og Tyrklandi. Kári er fullkominn viðmælandi fyrir Draumaliðið, einstaklega skemmtilegur og hreinskilinn og Draumaliðið hans var eftir því.