Svona var sumarið 1997
Draumaliðið - A podcast by Jói Skúli

LENGJAN - DOMINO'S - THULE - BLUSH.IS Árið 1997 kynntist Melanie Brown Fjölni Þorgeirssyni, Geir Sveinsson var með minnstu hendur íslenska handboltalandsliðsins og Skítamórall gerðu einhver farsælu félagsskipti í íslenskri tónlistarsögu. Utan þess var allt í báli brand upp á Akranesi og í Frostaskjólinu en Keflvíkingar og Eyjamenn lifðu í undralandi goðsagnar sem hafði snúið heim annars vegar og sérfræðings í landsbyggðarþjálfun hins vegar. Viðmælendur: Þorsteinn Þorvaldsson, fyrrum sparisjóðsstjóri á Ólafsfirði og maðurinn á bakvið ævintýri Leifturs í efstu deild. Valdimar Kristófer Sigurðsson, lengi vel markahæsti leikmaður Íslandsmótsins og á að eiga styttu af sér í Borgarnesi.