5. Erla Reynisdóttir

Fjölburafjör - A podcast by Arnar og Hanna / Podcaststöðin

Categories:

Erla hafði farið í 9 uppsetningar á fósturvísum hjá Art Medica (sem hét þá) og upplifað fósturmissi þegar þau hjón ákváðu að gerast fósturforeldrar. Daginn eftir símhringingu frá barnaverndarnefnd fóru þau á fund og voru komin heim með strákinn sinn sama dag. Þau ákváðu að fara í eina uppsetningu þar sem þau áttu fósturvísi í frysti og voru komin með jákvætt óléttupróf þegar strákurinn þeirra var nýorðinn 1 árs. Þau eignast þá stelpuna sína og þegar hún er 6 mánaða verður hún ólétt af tvíburum sem kom þeim virkilega mikið á óvart. Þau urðu því 4 barna foreldrar á minna en 3 árum.