Lofið þreyttum að sofa

Fjölskyldan ehf. - A podcast by Margrét Pála og Móey Pála

Categories:

Þær komu fjórar í hljóðver: Magga Pála, Móey Pála, Katla og hin nýskírða Adeline Brynja. Þær röbbuðu saman um skírnina og nafn litlu stúlkunnar. Stóra málið í þættinum var samt svefn og rútína. Hvernig gengur að búa til rútínu heima með lítið barn? Hvenær þurfa skólabörn að fara að sofa? Hvers vegna þurfum við að sofa svona mikið og hefur svefninn einhver áhrif á líkamsstarfsemi okkar? Þær ræða líka hvers vegna það er mikilvægt að samræma aðferðir við að svæfa á milli umsjáraðila og þennan guðdómlega vilja barna sem oft snýr fullorðnum í hringi.