Mannafæla eða frábærlega skynsöm snót

Fjölskyldan ehf. - A podcast by Margrét Pála og Móey Pála

Categories:

Hér eru ömmgurnar sestar við hljóðnemann  og Móey Pála deilir reynslu sinni af því að vera að heiman með barnið í 10 daga. Öll rútina fór í vaskinn og unga snótin vissi ekki hvað var að gerast í þessu framandi umhverfi svo að hún hékk föst á mömmu sinni og vildi lítið brosa til frænku og frænda og afa og stjúpömmu og allra vina og vandamanna af öllum gerðum á Þórshöfn. Það var helst að hún samþykkti móðursystur sínar sem eru nánar tiltekið hálfsystur móður hennar, 4, 10 og 11 ára.Að venju eru börn best fyrir börn og þær máttu leika við hana og fengu bros og spjall. Móey hafði auðvitað ætlað að sýna barnið geislandi og glatt en það gekk sem sagt ekki upp og fannst einhverjum hún vera hálfgerð mannafæla. Amman bendir á að hún sé bara komin á réttan aldur til að samþykkja ekki ókunnuga heldur þurfa að tengjast og finna öryggið sitt í nýjum aðstæðum. Það er ekki mannafælni heldur hrein og bein skynsemi. Svo var þessi skynsama snót heldur fálát við pabba sinn eftir aðskilnaðinn sem var mjög miður sín yfir því að hún þekkti hann ekki lengur. Í seinni hluta þáttarins ræða ömmgurnar svo um stjúptengsl en Katla hafði kvartað undan því að amman hefði ekki verið nógu skipulögð í þeirri umræðu í þættinum á undan. Katla kynnir þáttinn og á svo lokaorðin af sínu hreina átta ára hjarta.Fjölskyldan ehf á facebookFjölskyldan ehf á InstagramNetfang þáttarins: [email protected]ðilar þáttarins eru Krumma leikfanga- og leiktækjaverslun og barnavöruverslunin Regnboginn. Fjölskyldan ehf á facebook Fjölskyldan ehf á InstagramNetfang þáttarins: [email protected]