Ömmgur í afvötnun
Fjölskyldan ehf. - A podcast by Margrét Pála og Móey Pála
Categories:
Móey Pála og Magga Pála komu í hljóðver ásamt Adeline Brynju og tóku stöðuna á ömmunni eftir heilandi frí. Einnig ræddu þær hvernig Móey Pála stígur inn í móðurhlutverkið og hversu krefjandi það getur verið að gera einfalda hluti eins og að sturta sig með grátandi ungabarn. Þá ræddu þær símanotkun og hvernig foreldrar þurfa að stíga inn í ný verkefni í uppeldinu og hvernig við fullorðna fólkið högum okkur sjálf. Þær ákváðu í þættinum að fara síma-afvötnun og temja sér betri siði t.d. á kvöldin og morgnanna. Hver kannast ekki við að gleyma sér í símanum?