Enski boltinn - Án ofdekraðra aumingja aftur í Meistaradeildina

Fotbolti.net - A podcast by Fotbolti.net

Categories:

Manchester United átti mjög slæmt tímabil í fyrra og endaði í 15. sæti. Það eru teikn á lofti að mun bjartari tímar séu framundan, öflugur gluggi í sumar og tiltekt í gangi. Benjamin Sesko, Bryan Mbeumo og Matheus Cunha eru mættir og vonir um að Gigi Donnarumma og Carlos Baleba komi einnig. Enski boltinn fór alla leið til Akureyrar í dag og var því ekki tekinn upp í Pepsi Max stúdíóinu. Þeir Hallgrímur Mar og Hrannar Björn eru harðir United menn og eru mjög spenntir fyrir komandi tímabili. Þeir fóru yfir það helsta með Sæbirni Steinke.