Frú Barnaby: S3E15 - La prima vera

Frú Barnaby - Hlaðvarp Lóu og Móu - A podcast by frubarnaby

Categories:

Það er komið að endalokum seríu þrjú, þær Lóa og Móa renna hýru auga til sumarsins og velta því upp hvort þessi endalok séu í raun upphaf. Græðlingar, kímblöð, eitruð karlmennska, kynlífsróbót og sjúkdómar í eikartrjám koma við sögu á meðan þær sötra pina colada undir sólhlíf á ímyndaðri strönd. Þær stöllur fara í tímaflakk og skoða sjálfa sig eftir 10 ár í hlaðvarpsbransanum, breiskleiki, Gísli Marteinn og húmorsleysi hefur þá orðið á vegi þeirra og eitthvað orðið þunnt í vináttunni. En engar áhyggjur næsta sería kemur með uppskerunni.