Dramatík í verkalýðshreyfingunni og átökin í Eþíópíu
Hádegið - A podcast by RÚV
Categories:
Það hefur líklega ekki farið fram hjá neinum sem fylgist með fréttum að formaður stærsta stéttafélags landsins, Eflingar - Sólveig Anna Jónsdóttir, sagði af sér í vikunni. Sólveig kom eins og stormsveipur inn í íslenska verkalýðsbaráttu þegar hún var kjörinn formaður fyrir þrmur árum - og hefur alla tíð staðið fyrir nokkuð róttækri stéttabaráttu, á ansi stormasamri og tíðindamikilli stjórnartíð. Hún tók við af Sigurði Bessasyni sem hafi gegnt embætti formanns í tuttugu ár; og vann Sólveig stórsigur í formannskjörinu. En nú er tími hennar á enda, og Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflinar, fór að fordæmi formannsins og ekk út sömuleiðis. Í kjölfarið voru fluttar ótal fréttir af starfsemi Eflingar og innanhússátökum, sem er hreint ekki auðvelt að skilja. Það er föstudagur og á föstudögum örskýrir Atli Fannar Bjarkason flókin mál á einfaldan hátt. Sveitir uppreisnarmanna úr Tigray-héraði í norðurhluta Eþíópíu, hafa sótt í sig veðrið undanfarna daga. Stjórnvöld í landiu lýstu yfir neyðarástandi í landinu öllu á þriðjudag, og var íbúum höfuðborgarinnar Addis Ababa skipað að taka þátt í að verja borgina, þar sem uppreisnarsveitirnar stefndu þangað. Tigray liðar sækja nú í sig veðrið og hóta því að ná höfuðborginni á sitt vald. Helen María Ólafsdóttir hefur starfað fyrir þróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna, UNDP, víða um heim; meðal annars í Súdan, Súður Súdan, og Sómalíu, þar sem hún starfar nú. Hún hefur dvalið töluvert í Eþíópóu, enda er Afríkusambandið með höfuðstöðvar þar. Helen sest niður með okkur í síðari hluta þáttarins, ræðir þessi átök og baksögu þeirra. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.