Fjárlagafrumvarp og hvað ræður því hver fær hvaða ráðherrastól?

Hádegið - A podcast by RÚV

Categories:

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti fjárlagafrumvarp næsta árs og fjármálastefnu fyrir árin 2022 til 2026 á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu í morgun. Þar kemur fram að áfram er gert ráð fyrir hallarekstri ríkissjóðs, en um leið hagvöxtur næsta árs verði 5,3 prósent. Þá verða framlög ríkiisins til heilbrigðismála aukin um ríflega 16 milljarða. Ný ríkisstjórn er tekin við stjórnartaumum þessa lands. Stjórnarflokkarnir þrír eru þeir sömu og síðast - en þó eru ýmsar breytingar í aðsigi. Fjölmargar stofnanir og verkefni - já og ráðherrar - færast milli ráðuneyta og tvö ný ráðuneyti verða til.. En hvers vegna allt þetta hringl og allar þessar tilfæringar? Hvernig virkar ferlið við ríkisstjórnarmyndun og skipan ráðherra? Eftir fréttir spyrjum við Ólaf Þ. Harðarsson, prófessor í stjórnmálafræði út í það. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.