Nökkvi Fjalar mættur í Olís og viðkvæmni í Austurberginu

Handkastið - A podcast by Handkastið

Olís-deildin er komin á stað eftir 44 daga EM-pásu. Heil umferð fór fram í kvöld og fórum við yfir leikina í þættinum auk þess sem við hringdum í Ponzuna sem er staddur í Hollandi. DJ-Hornið var á sínum stað. Gestir þáttarins voru þeir Jóhann Skúli Jónsson lífskúnster og Baldvin Fróði Hauksson, hnattknattleiksþjálfari. Þátturinn er í boði BK Kjúklings.