75 ár frá undirritun Atlantshafssáttmálans

Heimsglugginn - A podcast by RÚV

Categories:

Björn Bjarnason var gestur Heimsgluggans og þeir Bogi Ágústsson ræddu Atlantshafsbandalagið en 75 ár eru í dag frá því stofnsáttmáli bandalagsins var undirritaður. Björn er fyrrverandi ráðherra og alþingismaður og jafnframt sérfræðingur um utanríkis-, öryggis- og varnarmál. Norræna ráðherranefndin fékk hann fyrir nokkrum árum til að gera tillögur um eflingu norræns utanríkismálasamstarfs. Bjarni Benediktsson, faðir Björns, var utanríkisráðherra 1949 og undirritaði Atlantshafssáttmálann fyrir hönd Íslands.