Danmörk, Færeyjar og Grænland og vandræði norsku konungsfjöskyldunnar

Heimsglugginn - A podcast by RÚV - Thursdays

Categories:

Bogi Ágústsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir ræddu ágreiningsefni innan danska ríkissambandsins. Færeyingar vilja sjálfstæða aðild að WTO, Alþjóðaviðskiptastofnuninni. Grænlendingar vilja að Grænlendingur verði skipaður í nýtt embætti norðurslóðasendiherra. Nokkuð varð ágengt til að leysa þennan ágreining á fundi leiðtoga landanna í vikunni. Þá ræddu þau erfiðleika norsku konungsfjölskyldunnar þar sem Marius Borg Høiby, stjúpsonur krónprinsins, hefur verið ákærður fyrir heimilisofbeldi og fíkniefnaneyslu. Þá eru Norðmenn óhressir með að gerður var samningur við Netflix og kjaftablaðið Hello um einkarétt á öllu myndefni frá brúðkaupi Mörtu Lovísu prinsessu sem ætlar að giftast Durek Verret á laugardag. Verret er Bandaríkjamaður sem lýsir sér sem sjaman, töfralækni eða seiðskratta. Í lokin var svo örstutt rætt um að nokkrir danskir menntaskólar hafa ákveðið að nemendur megi ekki lengur skrifa glósur í tölvur, þeir eigi að handskrifa þær á pappír. Sérfræðingur segir að fólk muni betur hluti sem það skrifar á blað.