196 - Börn í fangelsum í Rússlandi og ris og fall Victoria's Secret

Heimskviður - A podcast by RÚV - Saturdays

Categories:

Talið er að í fyrra hafi hátt í 13 þúsund börn fengið fangelsisdóma í Rússlandi og fleiri en 100 börn eru á lista rússneskra yfirvalda yfir hryðjuverkamenn. Rússneski blaðamaðurinn Daria Kozlova skrifaði grein fyrir ruv.is um þessi börn. Birta Björnsdóttir ræddi við Dariu um fangelsuðu börnin. Við ræðum sömuleiðis við Önnu Lúðvíksdóttur, framkvæmdastjóra Amnesty á Íslandi. Amnesty International gaf út skýrslu í vor um aðgerðir stjórnvalda gegn börnum sem eru að nýta sér tjáningarfrelsi sitt, allt frá því að taka þátt í mótmælum yfir í að teikna myndir í skólabækurnar sínar til stuðnings Úkraínu eða gegn stríði eða gegn Pútín. Skýrslan tekur saman upplýsingar um hvernig rússnesk stjórnvöld ganga fram gegn þessum börnum og foreldrum þeirra. Undirfatafyrirtækið Victoria's Secret hefur verið í mótbyr síðan 2018 og ekki að ástæðulausu. Fyrirækið hefur verið sakað um illa framkomu við fyrirsætur og að sýna aðeins ofurgrannar og ungar konur í auglýsingum sínum og á tískusýningum. Þá var eigandi fyrirtækisins árum saman náinn vinur kynferðisglæpamannsins Jeffrey Epstein og það hefur vakið ýmsar spurningar. En ástæða þess að við erum að rifja þetta upp er sú að í síðustu viku hélt fyrirtækið stóra tískusýningu í fyrsta sinn í sex ár. Dagný Hulda Erlendsdóttir fjallar um málið.