13. Lyfjaskortur - ástæður og úrræði - Hjalti Kristinsson

Hlaðvarp Lyfjastofnunar - A podcast by Lyfjastofnun

Síðustu misseri hefur í auknum mæli verið fjallað um lyfjaskort í fjölmiðlum enda hefur vandi vegna lyfjaskorts farið vaxandi. -Lengi var viðtekinn skilningur hér heima sá, að lyfjaskorts yrði sérstaklega vart á Íslandi og einangrun væri um að kenna en svo er ekki; lyfjaskortur er alþjóðlegt vandamál. Hér er rætt við Hjalta Kristinsson deildarstjóra lyfjaöryggisdeildar Lyfjastofnunar. Talað erum ástæður lyfjaskorts, hvort skortur tengist ákveðnum lyfjaflokkum, til hvaða úrræða Lyfjastofnun hefur gripið, og samvinnu lyfjastofnana í Evrópu til að takast á við vanda vegna lyfjaskorts. Umsj. Hanna G. Sigurðardóttir