14. Verkefni Lyfjastofnunar á tímum COVID-19 - Rúna Hauksdóttir Hvannberg og Kolbein Guðmundss.
Hlaðvarp Lyfjastofnunar - A podcast by Lyfjastofnun

Á tímum COVID-19 hefur starfsemi Lyfjastofnunar að stærstum hluta snúist um verkefni sem tengjast heimsfaraldrinum. Hér er rætt við Rúnu Hauksdóttur Hvannberg forstjóra um hvernig unnið hefur verið að því að tryggja lyfjabirgðir í landinu og koma í veg fyrir skort vegna hamsturs. Þá er rætt við Kolbein Guðmundsson lækni og sérfræðing hjá Lyfjastofnun um samvinnu lyfjastofnana í Evrópu við að flýta fyrir rannsóknum og þróun lyfja og bóluefnis við sjúkdómnum. Umsj. Hanna G. Sigurðardóttir