15. Covid-tengd umræða - Klínískar lyfjarannsóknir. Kolbeinn Guðmundsson og Hjalti Kristinsson

Hlaðvarp Lyfjastofnunar - A podcast by Lyfjastofnun

Nú á tímum Covid-19 faraldursins heyrist oftar en áður talað um klínískar rannsóknir á lyfjum og bóluefnum, rannsóknir sem ýmist eru að hefjast eða þegar hafnar. En hvað eru klínískar lyfjarannsóknir, hvernig fara þær fram, hverjir taka þátt í þeim, hvernig er eftirliti með þeim háttað ? –Í þessum hlaðvarpsþætti Lyfjastofnunar útskýra tveir af sérfræðingum stofnunarinnar, þeir Kolbeinn Guðmundsson yfirlæknir og Hjalti Kristinsson deildarstjóri lyfjaöryggisdeildar, í hverju þessar rannsóknir felast, og hversu mikilvægur þáttur þær eru í því sem snýr að öryggi lyfja áður en þau eru sett á markað. – Umsj. Hanna G. Sigurðardóttir