Glæpur Glímukappans

Já OK - A podcast by Fjölnir Gísla & Vilhelm Neto - Wednesdays

Categories:

Guðmundur Sigurjónsson var svo sannarlega ótrúleg manneskja. Glímukappi, íshokkíþjálfari, íslenskukennari, góðtemplari og hermaður í fyrstu heimsstyrjöldina. Hann er líka, því miður, eina manneskjan til að fara í fangelsi fyrir að brjóta gegn 178. grein íslenskra hegningarlaga frá 1869. Kynhneigð fólks hefur oft verið umræðupunktur, oftast en ekki að óþörfu, og sést það vel í þessum þætti. Fjölnir og Villi skoða heim sem er þeim fjarstæðukenndur en á sama tíma enn til í huga margra.