#285 – Við erum komnir til að sjá og hirða (peningana frá) Sigurjón digra
Þjóðmál - A podcast by Þjóðmál

Categories:
Hörður Ægisson og Örn Arnarson ræða um titring í Húsi atvinnulífsins vegna gagnrýni á kjarasamninga, það hvernig íslenska vinnumarkaðsmódelið heftir samkeppnishæfni og lífskjör í landinu, furðulegan fréttaflutning Ríkisútvarpsins um umsvif sjávarútvegsfyrirtækja í atvinnulífinu – sem eru sáralítil þegar nánar er að gáð, um þá miklu styrki sem Flokkur Ingu Sælands hefur fengið án þess þó að vera stjórnmálaflokkur, um samstarf Vís og Íslandsbanka og frekari þreifingar á fjármálamarkaði, væntanlega vaxtaákvörðun Seðlabankans og fleira. Þá er einnig fjallað um nýja könnun sem Þjóðmál lét framkvæma um afstöðu til formannskjörs í Sjálfstæðisflokknum í lok febrúar.