#300 - Bubbi Morthens í ítarlegu viðtali
Þjóðmál - A podcast by Þjóðmál

Categories:
Bubbi Morthens, einn áhrifa- og afkastamesti tónlistarmaður Íslands í áratugi, er gestur í 300. þættinum í hlaðvarpi Þjóðmála. Rætt er við Bubba um ferilinn sem nú spannar rúm 45 ár, hvort að líf Bubba sé eins og opin bók sem öll þjóðin má lesa, um viðskiptahliðna á því að vera tónlistarmaður, hvort að pólitískar skoðanir hans séu tilviljunum háðar eða hvort að þær endurspegli samfélagið á einhvern hátt, hvort og þá hvernig tónlist hans og textar hafa áhrif á líf fólks og margt fleira.