#302 – Þriggja mánaða busavígsla ríkisstjórnarinnar að baki – Björn Bjarnason fer yfir stöðuna
Þjóðmál - A podcast by Þjóðmál

Categories:
Björn Bjarnason, fv. ráðherra, ræðir um stöðu ríkisstjórnarinnar eftir afsögn menntamálaráðherra, þau ósköp sem hafa gengið yfir á fyrstu þremur mánuðum ríkisstjórnarinnar, ummæli sem hann lét falla um Flokk fólksins í hlaðvarpi Þjóðmála í byrjun ársins og fleira. Þá er rætt um stefnu og orðræðu Bandaríkjaforseta í garð vestrænna ríkja, stöðu mála í Úkraínu, hvort að vestræn ríki þurfi að friðþægjast við Rússa á einhverjum tímapunkti og fleira úr alþjóðamálunum - en einnig um öryggis- og varnarmál hér heima fyrir og hvernig þau mál eru líkleg til að þróast næstu misseri.