78. Ragnhildur Ágústsdóttir
Jóns - A podcast by Óli Jóns

Categories:
Í þessu þætti spjallar Óli Jóns við Ragnhildi Ágústsdóttir sem er með þann skemmtilega titil Sölustjóri samstarfsaðila og SMB fyrirtækja hjá Microsoft á Íslandi. Ragnhildur hefur hjá Microsoft í að verða 4 ár og hefur líkað mjög vel. Hún vinnur mest með samstarfsaðilum Microsoft á Íslandi, sem eru rétt ríflega 100 talsins ef allt er talið með. Starfið gengur í raun út á að ráðleggja samstarfsaðilunum í sölu á Microsoft lausnum, hvaða virði felst í lausnunum fyrir viðskiptavini og reyni eftir fremsta megni að aðstoða samstarfsaðilarnir í því að koma þessu virði á framfæri til viðskiptavina með skýrum og kraftmiklum hætti. Ragnhildur er stofnandi að Icelandic Lava Show ásamt manninum sínum. Hann er framkvæmdastjóri og sér um allan daglegan rekstur og hún er stjórnarformaður og er einnig að “vasast í ýmsum málum þessu tengdu á kvöldin og um helgar þegar tími gefst”. Ragnhildur segir okkur frá tilkomu þess að hún stofnaði á sínum tíma (2013) BLÁAN APRIL - styrktarfélag barna með einhverfu og var formaður þess í 6 ár. Það gerði hún að stórum hluta vegna þess að hún tók eftir því - verandi móðir tveggja drengja á einhverfu rófinu - að það skorti verulega á almennan skilning á einhverfu og það voru ofsalega miklir fordómar við lýði þegar fjölskyldan flutti heim frá Danmörku þar sem strákarnir hennar voru greindir.