026 - Dánarfregnir & vendipunktar
KISS Army Iceland Podcast - A podcast by KISS ARMY ICELAND

Categories:
Meðlimir KISS gáfu allir út sína sólóplötuna hver árið 1978 eins og allir eiga að vita. Þessar plötur voru auðvitað misgóðar en allar innihalda þær eitthvað gott, svo mikið er víst. Í þessum fyrsta þætti eftir sumarfrí kíkjum við á Peter Criss sólóplötuna en sú plata fékk einna verstu dómana á sínum tíma auk þess að seljast frekar hægt miðað við hinar þrjár. En allar enduðu þessar plötur þó í platinum sölu fyrir rest sem er auðvitað engin furða. Það er "Catman special" þessa vikuna. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.