032 - Búvíjér, Búvíjör, Búvíjaaar
KISS Army Iceland Podcast - A podcast by KISS ARMY ICELAND

Categories:
Þann 13. September árið 1984 sendu KISS frá sér 9 laga plötuna Animalize. Hún hefur lengi verið umdeild satt best að segja eins og reyndar margar aðrar plötur okkar manna og skiptist fólk hreinlega í fylkingar varðandi ágæti hennar. Gene hafði ekki mikinn tíma til að taka þátt í upptökunum sökum anna við kvikmyndaleik og náði hann þannig að reita Paul til reiði sem tók þá að sér upptökustjórnina í þetta skiptið. Á þessum tíma hafði KISS losað sig við vandræðagemsann Vinnie Vincent og ráðið gítarkennarann Mark St. John í hans stað. Mark entist í ca. 8 mánuði í bandinu sem er stysta viðvera meðlims í röðum bandsins, og er þetta því eina platan sem skartar Mark en hann var loks leystur af í desember þetta sama ár, 1984 af hinum geðþekka Íslandsvini Bruce Kulick eins og þekkt er orðið.Afar hressandi umræður í þessum skemmtilega þætti þar sem þáttastjórnendur skiptast á skoðunum um ágæti Animalize. En einnig rýnum við aðeins nánar á Mark Leslie Norton, a.k.a Mark St. John, manninn sem fékk tilvalið tækifæri til að verða ein skærasta rokkstjarna heims en brann upp í algjöru stjörnuhrapi og lést loks á sorglegan hátt þann 5.apríl árið 2007, nýorðinn 51 árs gamall. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.