034 - Snerill. Frábært!

KISS Army Iceland Podcast - A podcast by KISS ARMY ICELAND

Categories:

Í þetta sinnið fóru upptökur fram fyrir opnum tjöldum, þ.e með áhorfendur í sal í SLIPPBÍÓ, Reykjavík. Við vissum ekkert hvað við vorum að fara út í eða hvers vegna í ósköpunum við vorum að koma okkur í þessa stöðu. Við vorum ekki einu sinni vissir um hvort einhver myndi mæta. En þetta endaði á því að vera enn ein neglan. Hátt í tuttugu manns í salnum sem var bara fullkomin fjöldi fyrir okkur. (Fyrsta framkoma KISS var fyrir þrjár hræður, aldrei gleyma því!)Hvað var svo betur við hæfi en að taka fyrir eina af ALIVE plötum okkar manna? Við völdum að fara yfir ALIVE II sem er verulega hátt skrifuð hjá Starpower og Forsetanum, en staðsett töluvert neðar á blaðinu hjá þriðja þáttastjórnanda og var því fyrirfram búist við hitaþætti. En sem betur fer komum við út úr þessu á besta mögulegan hátt og þokkalega heilir þrátt fyrir að vera alls ekki alltaf sammála.Við þökkum gestum okkar fyrir að koma og munum við án efa gera þetta aftur síðar, áður en þáttaröðin okkar rennur sitt skeið. Þá viljum við þakka Icelandair Hótel Marina innilega fyrir hlýjar móttökur og starfsfólkinu þar fyrir góða hjálp sem og útkastara okkar og rótara, honum Trausta Björgvins fyrir kærkomna aðstoð. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.