036 - Cher / Chair / Stóll
KISS Army Iceland Podcast - A podcast by KISS ARMY ICELAND

Categories:
Það var í október árið 2009 sem KISS sendu loksins frá sér nýja plötu sem jafnframt var sú fyrsta í heil 11 ár, eða síðan Psycho Circus kom út. Í raun voru hvorki Paul né Gene spenntir fyrir þessu verkefni svona fyrirfram, en tóku þó slaginn þegar þeim bauðst nokkuð góður samningur frá verslunarkeðjunni Wal-Mart sem í dag eiga ennþá réttinn á plötunni. Sonic Boom fékk góðar viðtökur bæði hjá gagnrýnendum sem og aðdáendum sem höfðu þá beðið lengi eftir þessari plötu, enda fór hún rakleiðis beint í 2. sætið á Bandaríska Billboard listanum og höfðu KISS aldrei náð þetta hátt áður á þeim lista. Ekki slæmur árangur það. Í þessum þætti kryfjum við Sonic Boom til mergjar. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.