037 - Álfur út úr hól
KISS Army Iceland Podcast - A podcast by KISS ARMY ICELAND

Categories:
Það er ágúst 1974 og okkar menn eru á fullu að fylgja eftir fyrstu plötunni sinni sem kom út í febrúar sama ár. Hún var ekki að seljast nægilega vel. Neil Bogart eigandi og forstjóri Casablanca útgáfunnar sendi "strákana sína" því lóðbeint í hljóðverið á ný til að taka upp næstu plötu til að freista þess að "bústa" upp söluna og stækka bandið. Þá voru KISS staddir í Los Angeles við tónleikahald. Þeir voru því sendir í næsta hljóðver til að tappa af sér næstu plötu enda kreditkortið hans Bill Aucoin í botni, eitthvað varð að gerast. Úr varð platan Hotter than hell, þeirra önnur breiðskífa og kom hún út þann 22.október þetta sama ár og frumburður þeirra, 1974. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.