039 - Speed Metal

KISS Army Iceland Podcast - A podcast by KISS ARMY ICELAND

Categories:

Árið 1982 þurftu KISS nauðsynlega á góðri plötu að halda eftir ævintýrið með síðustu stúdíóplötu sína 'Music From The Elder'. Peter var auðvitað horfinn á brott og Eric Carr kominn í staðinn en segja má að hans hæfileikar hafi kannski ekki nýst best á The Elder. En hér var Ace Frehley orðinn tæpur og vann KISS því þessa næstu plötu sína sem tríó í hljóðverinu en með dyggri aðstoð Michael James Jackson sem og fleiri manna. Áheyrnarprufur fyrir lausa starfið sem Ace var að skilja eftir sig fóru fram í hljóðverinu og komu margir þar að. Sá sem hreppti starfið var eins og kunnugt er Vinnie nokkur Vincent en farið var með fjarveru Ace á plötunni eins og mannsmorð. Meira að segja var Ace á framhlið plötunnar án þess þó að spila svo mikið sem eina nótu þar. Útkoman var þung plata í öðrum stíl en aðdáendur höfðu vanist og var hér mörgum farið að gruna að Ásinn væri ekki á meðal flytjenda á plötunni 'Creatures Of The Night' sem kom svo út þarna í lok október 1982. Hún náði ekki að gera það sem þurfti fyrir bandið á sínum tíma þó góð sé. Í þessum þætti förum við yfir þessa næstum fertugu plötu, greinum hana og dæmum. Njótið :) Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.