043 - Ljúgðu að mér!

KISS Army Iceland Podcast - A podcast by KISS ARMY ICELAND

Categories:

Þriðja plata KISS heitir Dressed to kill og kom hún út í mars 1975, rúmu ári eftir að frumburður þeirra leit dagsins ljós. Í þetta skiptið var það Neil Bogart, forstjóri Casablanca útgáfunnar sem stjórnaði upptökum. Bandið hafði ekki náð því flugi sem Bogart hafði vonað og í raun var útgáfufélag hans að tapa gríðarlegum peningum hvern þann dag sem leið. Núna varð bara eitthvað að gerast. "Getið þið ekki búið til eitthvað gott "anthem" lag?" spurði Bogart. Tjahh....við gætum reynt. The rest is history. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.