045 - Kisssíld
KISS Army Iceland Podcast - A podcast by KISS ARMY ICELAND

Categories:
Í þessum lokaþætti ársins o.þ.l fyrsta árgangs þessa hlaðvarps okkar kíkjum við á einu ´78 sólóplötuna sem við áttum eftir að fara yfir. Við endum árið á plötunni hans Ace Frehley sem kom út eins og hinar þrjár þann 18.september 1978. Ace fékk þar feyki sterkan dúett frá Suður Afríku til að vinna plötuna með sér, þá Eddie Kramer (sem tók herlegheitin upp) og Anton Fig sem trommaði að mestu. Mestmegnis eru þetta nefnilega aðeins Ace og Anton sem flytja okkur lögin fyrir utan að Will Lee nokkur var fenginn inn í þremur lögum á bassann og þá trommaði Carl Tallarico eitt lag. Þetta er sú sólóplata sem seldist hvað mest af þeim fjórum enda er hún talin langbest af stórum hópi aðdáenda sem og gagnrýnenda. Við gerum upp málið og fellum lokadóm í þessum þætti. Lok, lok og læs og bannað að breyta. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.