046 - Sundhestur

KISS Army Iceland Podcast - A podcast by KISS ARMY ICELAND

Categories:

Engin KISS plata leit dagsins ljós árið 1986 sem varð þá þegar þar er komið sögu fyrsta árið í KISSTORY sem slíkt gerðist og bandið fór í stutta pásu. Paul virðist hafa notað tímann vel í pásunni til að æfa sig á hljómborðið. Þegar bandið kom saman á ný var stefnan tekin á næstu plötu og Ron Nevison fenginn til að stýra upptökunum. Nevison var nefnilega talinn sannkallaður töframaður þegar kom að framleiðslu útvarpssmella en KISSvoru þarna leitandi eftir slíkum smelli. Tónninn í okkar mönnum léttist því örlítið á þeirri afurð sem út úr þessu samstarfi kom. Afurðin umrædda fékk nafnið Crazy Nigths og kom sú skífa út í september 1987 og varð þar með önnur platan í röð með sama mannskap innanborðs en slíkt hafði þá ekki gerst í dágóðan tíma. Við tók Crazy Nights túrinn sem varð afar vel heppnaður í Evrópu sérstaklega enda seldist þessi plata mjög vel þar og sérstaklega í Bretlandi þar sem hún er enn mest selda KISS platan í sögunni. Þá hitti hún vel í mark hér á Íslandi og komu goðin því hingað í Reiðhöllina á þessum túr í kjölfarið og héldu þar tónleika fyrir rúmlega 6000 æsta KISS aðdáendur þann 30.ágúst 1988. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.