047 - Bobbað yfir sig

KISS Army Iceland Podcast - A podcast by KISS ARMY ICELAND

Categories:

Okkar menn rifjuðu upp gömul kynni við Bob Ezrin árið 1991 þegar Argent lagið „God Gave Rock n´ Roll To You II“ var tekið upp fyrir kvikmyndina Bill and Ted´s Bogus Journey. Hér voru KISS í raun að athuga stöðuna á Bobbaranum með það í huga að fá hann til að taka upp heila plötu með þeim á ný. Hann hafði þarna að mati Paul og Gene bæði gert eina af þeirra bestu plötum (Destroyer) en einnig eina af þeirra verstu (Music from The Elder). Samstarfið við þessar upptökur gekk vonum framar og útkoman varð stórgóð og kærkominn hittari fyrir KISS mætti á svæðið. Bob var því ráðinn í næsta verk sem kom svo út árið 1992 og ber heitið REVENGE. Stórgóð plata sem margir telja bestu plötu KISS á non-makeup tímabili sínu. En þó svo að platan sé fín og upptökuferlið hafi gengið vel þá var allt verkið unnið í skugga veikinda hjá Eric Carr sem síðan leiddi hann til dauða í nóvember 1991. KISS kynntu því hér inn nýjan meðlim, sjálfan Eric Singer. Við förum hér yfir plötuna REVENGE í spikfeitum þætti þar sem hitnaði nokkuð í kolunum hjá þáttastjórnendum. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.