048 - Tímabær þáttur
KISS Army Iceland Podcast - A podcast by KISS ARMY ICELAND

Categories:
Stanley Bert Eisen (síðar þekktur sem Paul Stanley) er fæddur í borginni New York í Bandaríkjunum þann 20.janúar árið 1952 og er hann því nýorðin sjötugur þegar þessi þáttur kemur út enda fóru upptökur fram á sjálfan afmælisdaginn. Foreldrar hans kynntust í New York þar sem þau voru bæði hluti af gyðingasamfélaginu þar í borg en þau flúðu sveitir Nasista sem börn ásamt fjölskyldum sínum í síðari heimsstyrjöldinni, og það alla leið til Bandaríkjanna frá Póllandi annars vegar og Þýskalandi hins vegar. Paul uppgötvaði tónlistina frekar ungur og á unglingsárunum var hann meðlimur í nokkrum hljómsveitum. Má þar nefna bönd eins og „Uncle Joe“ „Furthermore“ og „Post War Baby Boom“. En til að gera nokkuð langa sögu stuttu þá var það svo sannarlega hans gæfa þegar hann var svo kynntur fyrir Gene Simmons einn daginn því síðan hafa þeir verið hinir mestu mátar. Saman stofnuðu þeir ásamt fleirum hljómsveitina Rainbow árið 1970 en breyttu nafni bandsins í Wicked Lester ári síðar. Það var svo í janúar 1973 að hljómsveitin KISS varð til og the rest is Kissstory. Við kíkjum aðeins á Paul í þessum þætti og notum til þess nokkuð áhugaverðan vinkil. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.