049 - Sambuca
KISS Army Iceland Podcast - A podcast by KISS ARMY ICELAND

Categories:
Eftir að hafa eytt síðustu 8 til 9 árum ævi sinnar í mikið ævintýri og rússíbanareið sem sólógítarleikari hinnar heimsfrægu hljómsveitar KISS þar sem hann upplifði bæði hæstu hæðir en einnig hina dimmu dali stóð Ace Frehley eftir sem atvinnulaus gítarhetja árið 1982 og það á besta aldri. Gera má ráð fyrir að Ace hafi nýtt fyrstu árin eftir KISS til að slaka svolítið á og djamma pínu. Pínu mikið jafnvel, áður en hann hóf að spila á ný fyrir alvöru. Hann setti svo saman bandið Frehley´s Comet árið 1984 en það nafn átti í raun í fyrstu aðeins að vera nafn á hans annari sólóplötu. En Frehley´s comet starfaði allt til ársins 1988 og var slatti um mannabreytingar í bandinu á þeim tíma eða alls 7 mismunandi útgáfur, þ.e uppstillingar þess. Erfiðlega gekk þó að fá plötusamning en loks var hann í húsi og fyrsta platan þeirra kom út árið 1987. Tvær plötur fylgdu í kjölfarið, EP platan LIVE+1 auk Second Sighting áður en bandið var allt. En okkar maður hélt ótrauður áfram og gerir það enn í dag. Í þættinum kíkjum við nánar á þessar þrjár Frehley´s Comet plötur og skoðum örlítið á bakvið tjöldin. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.