050 - Helgarpósturinn

KISS Army Iceland Podcast - A podcast by KISS ARMY ICELAND

Categories:

Sumarið 1983 fóru KISS í hljóðverið til að taka upp sína 11. hljóðversplötu, plötu sem átti að fylgja þeirri sem á undan kom (Creatures of the night) fast á eftir. Aftur var Michael James Jackson við stjórnvölinn en hann skilaði af sér flottu starfi á fyrrnefndri plötu og náði hreint út sagt mögnuðum tilþrifum úr okkar mönnum og þessum þunga hljómi. Vinnie Vincent var orðinn fullgildur meðlimur hljómsveitarinnar og fékk hann meira að segja að prýða framhlið þessarar næstu plötu ásamt auðvitað Gene, Paul og Eric. Platan Lick it Up er afurðin og kom hún út þann 23. september 1983. Hún vakti mun meiri athygli en Creatures og það kannski af einni aðalástæðu. KISS tóku þarna loksins af sér málninguna sem er eitthvað sem þeir höfðu rætt að gera lengi. Vinnie Vincent samdi í 8 af 10 lögum á þessari plötu auk nokkurra á Creatures of the Night og var því egóið hans farið að fljúga hærra en góðu hófi gegnir þegar hér er komið sögu. Sumir halda því fram munið þið að Vinnie hafi bjargað KISS, en hvað sem því líður þá fannst honum sjálfum hið minnsta hann bera fulla ábyrgð á að endurvekja risann af léttum blundi. Lick it up náði allavega í gegn, hún seldist mjög vel og fór skömmu síðar í platinum sölu. Reyndar hafði engin KISS plata selst þetta vel síðan Dynasty kom út árið 1979. KISS voru því mættir aftur og nú með plötu sem fór í 24. sætið á Billboard vinsældarlistanum í Bandaríkjunum og alla leið í upp 5. sætið hér á Íslandi. Titillag plötunnar varð algjör hittari og er fyrir löngu orðið fastur liður á setlista KISS. Það má segja að hér sé um hreinan vendipunkt að ræða í KISSTORY. Í þættinum ræðum við þessa mögnuðu plötu sem Lick it up er, þar sem þáttastjórnendur voru furðu sammála en samt alls ekki. Hlustun er lygasögu ríkari. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.