052 - Donahue
KISS Army Iceland Podcast - A podcast by KISS ARMY ICELAND

Categories:
Á sama tíma og KISS voru að klára upptökur á sinni áttundu hljóðversplötu árið 1980 var Peter Criss mættur í hljóðverið sjálfur ásamt Stan sínum Penridge til að taka upp sína aðra sólóplötu. Okkar menn gáfu svo út Unmasked þann 20.maí 1980 og þrátt fyrir að Peter bregði fyrir á framhlið plötunnar var það Anton Fig sem hana trommaði, en það var gert opinbert tveimur dögum fyrir útgáfu hennar að Peter hefði yfirgefið bandið. KISS fundu Eric Carr „The Fox“ til að leysa „Catmanninn“ af og the rest is history. Það sem er ekki eins mikið history hins vegar er þessi fyrrnefnda önnur sólóplata Peters okkar sem kom svo út í byrjun september þetta sama ár, 1980. Sú plata var gefin út af Casablanca rétt eins og Unmasked og ber hún heitið Out of control. Nú ætlaði Peterinn halda sína eigin leið og sýna þar með öðrum meðlimum KISS að hann væri sko maðurinn. Enda var hann jú maðurinn sem söng og "samdi" MEGA hittarann „Beth“ þarna 4 árum fyrr. Ikke? Við kíkjum nánar bæði á plötuna Out of control í þættinum sem og skoðum stórfurðulegt atvik í lífi Peters nokkrum árum síðar......ásamt svo auðvitað fleiru til. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.