055 - Það stendur hér

KISS Army Iceland Podcast - A podcast by KISS ARMY ICELAND

Categories:

Tíundi áratugurinn var ekki sá farsælasti fyrir okkar menn sem er í raun algjör synd, því það var þá sem liðsmenn KISS voru í einu sínu besta formi, ef ekki bara því besta. Sveitin hugsaði út fyrir kassann árið 1995 þegar bandið fór svokallaðan „Convention Tour“ um Bandaríkin og Ástralíu auk Kanada. Á þessum túr hittu þeir aðdáendur sína og blönduðu við þá geði auk þess að koma fram órafmagnaðir (unplugged) þar sem fjölmargir smellir voru fluttir og tekið var við óskalögum úr sal. Það var á einum slíkum tónleikum á þessum túr sem að Peter Criss kom fram með sínum gömlu félögum í fyrsta skiptið í langan tíma og í raun af tilviljun. Þessu fengu forsvarsmenn MTV sjónvarpsstöðvarinnar veður af og fór það svo að þeir hófu að kynna sér málið betur. Þetta skilaði sér með tónleika upptöku á vegum MTV sem hluti af Unplugged tónleikaröð þeirra sem orðin var gríðarlega vinsæl. KISS MTV Unplugged fóru því fram þann 9.ágúst 1995 sem lokatónleikar Convention túrsins. MTV sendi þá út skömmu síðar og fengu þeir frábæra dóma. Þá voru þeir gefnir út á DVD og loks á plötu þann 12.mars 1996. Allt þetta má að miklu leyti þakka mikilli þrautseigju starfsmanns MTV að nafni Alex Colletti. Og eins og þetta sé ekki nóg þá var það einnig þarna sem þeir Peter Criss og Ace Frehley komu fram með KISS, allir saman í fyrsta skiptið á sviði síðan 1979. Gene og Paul fengu blóðbragð í munninn við viðtökurnar sem bandið fékk með þá Peter og Ace innanborðs en á meðan má ætla að sennilegast hafi þeir Eric Singer og Bruce Kulick fengið óbragð í sinn munn við þetta sama tilefni. Enda var þetta eiginlega skrifað í skýin og the rest is.........KISSTORY! Í þættinum að þessu sinni förum við yfir KISS MTV Unplugged og rýnum hressilega í þessa mögnuðu plötu. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.