#20 Jakob Jakobsson - Jómfrú

Kokkaflakk í eyrun - A podcast by Hljóðkirkjan

Categories:

Viðmælandi þáttarins að þessu sinni er Jakob Jakobsson sem lengi var kenndur við Jómfrúna, sem er í raun alls ekki skrítið því hann stofnaði hana og átti lengi ásamt Guðmundi manninum sínum. Jakob var líka fyrsti karlmaðurinn til að útskrifast frá dönskum kokkaskóla sem smurbrauðsjómfrú en þangað til hafði það verið kvennastarf. Við tölum um það, upphafið á veitingahúsinu Jómfrúnni, hvernig það er að vera gay í veitingabransanum í Reykjavík og líka nýja frábæra staðinn hans og Guðmundar í Hveragerði, Matkrána. Og auðvitað líka heilmikið annað.   Frábært spjall við frábæaran mann