#26 Jón Haukur Baldvinsson - Spítalamatur

Kokkaflakk í eyrun - A podcast by Hljóðkirkjan

Categories:

Eftir stutt veikindafrí snýr Kokkaflakkarinn aftur með glænýjan þátt inspireraðan af þessu fríi, því eftir nokkurra daga spítalalegu í kjölfar aðgerðar fór ég að spögulera í því hverskonar svakalegt batterí spítalaeldhús hljóti að vera. Og þá er auðvitað ekki nema eitt að gera og það er að hafa samband við manninn sem stýrir eldhúsinu á Landsspítalanum Háskólasjúkrahúsi og ræða það aðeins við hann. Sá heitir Jón Haukur Baldvinsson. Hann tók við stjórnartauminum í spítalaeldhúsinu á síðasta ári og hefur mikinn metnað fyrir hönd þess, metnað sem ég fékk að upplifa á eigin skinni að er farinn að skila sér. Við ræðum það, bakgrunn hans í veitingabransanum, en hann er einn af stofnendum Jamies Italian á Hótel Borg og ýmislegt fleira.  Mjög fróðlegt og áhugavert spjall.