13. VIÐ ÞURFUM AÐ HVETJA KONUR MEIRA ÁFRAM – Ólöf Vigdís Ragnarsdóttir - Verkefnastjóri nýsköpunar hjá Háskóla Íslands

Gestur þáttarins í dag er Ólöf Vigdís Ragnarsdóttir, verkefnastjóri nýsköpunar hjá Háskóla Íslands. Ólöf er lögfræðingur að mennt og hefur borið marga mismunandi hatta innan nýsköpunarsenunnar á Íslandi. Í þættinum segir hún okkur frá sinni vegferð og öllu því helsta sem er að gerast í nýsköpunarmálum hjá Háskóla Íslands. Þetta er þátturinn „Við þurfum að hvetja konur meira áfram“ með Ólöfu Vigdísi Ragnarsdóttur.

Om Podcasten

Alma Dóra Ríkarðsdóttir ræðir við konur í nýsköpun um nýsköpunarumhverfið á Íslandi, jöfn tækifæri, fjölbreytni og valdeflingu kvenna til nýsköpunar. Verkefnið er hýst af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna.